AFBURÐA-LEIÐTOGINN

Ertu til í að endurhlaða orkuna þína og hefja nýja og spennandi vegferð sem afburðaleiðtogi framtíðarinnar?  

Sýn, samstarf, sigursæld og sálarkonfekt

Hótel Kríunes eða eftir hentugleika.

 

JÁ TAKK

AFBURÐA-LEIÐTOGINN

Ertu til í að endurhlaða orkuna þína og hefja spennandi vegferð sem afburðaleiðtogi framtíðarinnar?  

Sýn, samstarf, sigursæld og sálarkonfekt

Hótel Kríunes eða eftir hentugleika.

SKRÁ MIG

Hugarró

Aðgerðaáætlun

Innblástur

Nauðsynlegar umbreytingar

Viltu kafa dýpra í eigin eldmóð og hafa jákvæð áhrif á starfsumhverfið þitt? Viltu læra af rannsóknum um hvað tryggir langlífi í rekstri og hefur í leiðinni jákvæð áhrif á vinnustaðakúltúrinn og velsæld út í alheiminn? Eða ertu jafnvel uppreisnarseggur sem vill sjá breytingar? Þá er þessi vinnustofa mögulega fyrir þig!

SKRÁ MIG

Umbreyting fyrir þig OG vinnustaðinn þinn

Hagnýting

með

Afburða-rannsóknir

Lögð er áhersla á raunveruleg dæmi, sjálfsmat og notkun vinnubókar til að auka innsýn í rannsóknir á framúrskarandi skipulagsheildum og  vinnustaðakúltúr. 
Eftir vinnustofuna færðu aðgang að ýmsu aukaefni á lokaðri síðu þátttakenda. 

Nálægð 

með

Persónuleg nálgun 

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður svo hver og einn fái að njóta sín.  Þú færð aðstoð við að búa til áætlun, út frá þínum eigin forsendum. Eftir vinnustofuna hafa þátttakendur möguleika á að halda samtalinu áfram eins og hver og einn kýs. 

Hugarró

með

Jógafræði

Afburðaleiðtogar búa yfir auðmýkt, sjálfsrýni og sjálfsstjórn. Á vinnustofunni prófarðu óhefðbundnar aðferðir svo sem jarðtengingu, öndunaræfingar og jógískan svefn til að skerpa fókus, róa hugann og koma í veg fyrir streitu- og álagseinkenni. 

ÉG ER MEÐ

Afburðaleiðtoginn

Sýn, samstarf, sigursæld og sálarkonfekt 🩶🤍🖤

00

DAGAR

00

KLST

00

MÍN

00

SEK

Fabjúlöss dagskrá 

í náttúruparadís á borgarmörkunum

Placeholder Image

Undirbúningur

Tveimur vikum fyrir vinnustofu færð þú aðgang að undirbúningsgögnum. Vidjó, lesefni og sjálfsmat sem þú fyllir út fyrir vinnustofuna. 

Gott að mæta í þægilegum fötum og klæða sig eftir veðri, við kíkjum út ef veður leyfir  :)

Mæting 

8:30 Mæting á Hótel Kríunes, við Elliðavatn í Kópavogi.

Smellið hér til að nálgast QR kóða fyrir leiðbeiningar. 

Placeholder Image
Placeholder Image

Dagskrá fyrir hádegi

8:30 Morgunverður

9:00 Sálarkonfekt 1

10:00 Sýn vinnubók

11:30 Sálarkonfekt 2

Dagskrá eftir hádegi

12:30  Samstarf vinnubók

13:30 Sálarkonfekt 3 - útisvæði

14:30 Sigursæld vinnubók

16:00 Sálarkonfekt 4 - Yoga Nidra

17:00 Lok vinnustofu

Placeholder Image
Placeholder Image

Eftir vinnustofu

Þú ferð heim með vinnubók sem inniheldur niðurstöður sjálfsmats fyrir þig og vinnustaðinn auk aðgerðaáætlunar sem þú hefur byggt upp á vinnustofunni.

Í 90 daga eftir vinnustofuna hefurðu aðgang að ýmsu hjálparefni á lokaðri síðu þátttakanda og getur óskað eftir meiru í samræmi við þínar þarfir. 

Náttúruparadís á borgarmörkunum...

Dásamlegur dagur

í dásamlegu umhverfi

Staðsetning

Hótel Kríunes

"Gaman að verja deginum í einstaklega fallegu umhverfi"

Vinnubók

Áhersla á aðgerðir

 

"Fallegasta vinnubók sem ég hef séð".

 

"Hefur haldið mér við efnið eftir vinnustofuna". 

Veitingar

innifalið í verði

Léttur morgunverður

2ja rétta hádegisverður

Síðdegishressing

Kaffi og te allan daginn

Hvað hafa þátttakendur að segja? 

"Styrkti mig í starfi -vakti upp vinnugleðina og ástríðuna fyrir starfinu."

Fyrrum þátttakandi 

"Gæti ekki hafa verið betra fyrir mig. TAKK!"

"Einstaklega hæfir leiðbeinendur"

 Fyrrum þátttakandi

SKRÁ MIG

Spurt og svarað

Hvað er innifalið?

  • Morgunverður.
  • Þrjár kynningar: sýn, samstarf og sigursæld.
  • Vönduð vinnubók, sem þú fyllir út jafnóðum yfir daginn. 
  • Skemmtileg samvera í litlum hóp, í nálægð við náttúruna. 
  • Aðgangur að lokaðri síðu með ýmsu aukaefni um viðfangsefnin. 
  • 2ja rétta hádegisverður og drykkir yfir daginn. 
  • Ýmsar æfingar til að efla innri kyrrð og einbeitingu.
GET EKKI BEÐIÐ!

Afsláttarkjör

Gakktu frá bókun snemma eða hringdu í vin og þú færð 10% afslátt af þátttökugjaldi. 

Bónus #1 

Þeir sem greiða 4 vikum fyrir dagsetningu vinnustofu fá 10% snemmskráningarafslátt. 

Bónus #2

Ef tvö eða fleiri koma frá sama vinnustað er veittur 10% afsláttur af þátttökugjaldi allra. 

ÉG ER MEÐ!

Leiðbeinendur 

jógafræði og verkfræði

verkfræðingurinn og stjórnunarkennarinn

Agnes Hólm

er sennilega eini verkfræðingurinn á Íslandi sem hóf framhaldsskólagönguna í hárgreiðslunámi. 

Hún hefur lesið vandræðalega mikið af bókum og rannsóknum um árangursríka stjórnun og í rökrænu framhaldi skrifað bækurnar Afburðaárangur og Afburðastjórnun, auk þess sem hún kennir stjórnun og umbótastarf á háskólastigi. 

Agnes hefur m.a. starfað sem umbótasérfræðingur, gæðastjóri, stjórnarmaður, ráðgjafi og deildarstjóri verkefnastofu og brennur fyrir öllu sem viðkemur breytingum, þróun og umbótastarfi. 

Skemmtileg staðreynd: hefur knúsað og kysst stingskötu í karabíska hafinu. 

jógakennarinn og jógaþerapistinn

Steinunn Kristín

hefur kennararéttindi í Hatha, Yin, Jóga Nidra og Jóga þerapíu og hefur sótt fjöldan allan af námskeiðum og hlédrögum hérlendis og erlendis.

Mannleg samskipti eru henni einstaklega hugleikin og hafa síðustu 9 ár sem jógakennari dýpkað innsýn hennar á mannlegt eðli og skilning á því einstaka ferðalagi sem hver og einn er á.

Fyrir henni eru jógafræðin öflugt verkfæri til að dýpka eigin þroska og ná betri tengingu við sjálfan sig og aðra, einnig frábært verkfæri til að takast á við breytingar og óvæntar uppákomur sem lífið kemur reglulega með til okkar allra..

Skemmtileg staðreynd: hefur dvalið heila viku í þögn!

Hvað segja fyrri þátttakendur? 

"Hef farið á fjölmörg stjórnunar-námsskeið en þetta var öðruvísi, gagnlegt og mikilvægt."

Fyrrum þátttakandi 

"Við tókum heilmikið með okkur og þetta var góð byrjun á þeirri herför sem við ætlum að skera upp gegn álagi og kulnun á okkar vinnustað"

Fyrrum þátttakandi

SKRÁ MIG TAKK!

Ennþá með spurningar?

Viltu spjalla?

Hefurðu áhuga á að bóka fyrir hóp eða ræða aðra möguleika? Veldu hnappinn að neðan til að detta inn á Facebook síðu afburðaleiðtogans þar sem þú getur spjallað við okkur að lyst. 

Hlökkum til að heyra frá þér!

SPJALLA

Fá fréttir?

Fylltu út formið hér að neðan til að fá fréttir og póstlistatilboð.