AFBURÐA-LEIÐTOGINN

Vinnustofur, viðburðir og ráðgjöf með skemmtilegri og nýstárlegri blöndu af afburðastjórnun og jógafræðum

Sýn, samstarf, sigursæld og sálarkonfekt

 

Fyrir einstaklinga, hópa og vinnustaði!

 

JÁ TAKK

AFBURÐA-LEIÐTOGINN

Ertu til í að endurhlaða orkuna þína og hefja spennandi vegferð sem afburðaleiðtogi framtíðarinnar?  

Sýn, samstarf, sigursæld og sálarkonfekt

Fyrir einstaklinga, hópa og vinnustaði!

JÁ TAKK

Hugarró

Skipulag

Innblástur

Tilbúnar vinnustofur 

eitthvað fyrir alla

Skemmtileg og skapandi samvinna í Strumpalandi! 

Áhersla á þessari ofur skemmtilegu vinnustofu er hvernig við byggjum upp árangursdrifna samstarfsmenningu þar sem allir Strumpar finna fyrir starfsgleði og hugarró í sátt og samlyndi við hver aðra og við Yfirstrump.

Fyrir hverja? Vinnustofan hentar sérstaklega vel fyrir eitt eða fleiri teymi sem vinna saman dags daglega.

 

Sýn, samstarf, sigursæld og sálarkonfekt 

Á þessari vinnustofu er lögð er áhersla á jafnvægi í notkun heilastöðvar og hjartastöðvar til að auka vellíðan í lífi og starfi. Við lærum af rannsóknum um afburðastjórnun, styðjumst við aldagömul jógafræði um sjálfsþróun, gerum sjálfsmat og notum vinnubók til að tryggja framfarir út frá þínum forsendum. Eftir vinnustofuna færðu aðgang að ýmsu aukaefni á lokaðri síðu þátttakenda. 

Meira um Afburðaleiðtogann

Jólaró 

Skipulag og jóga fyrir friðsæla aðventu. 

 Á þessari vinnustofu er jólagleðin og friðurinn í fyrirrrúmi! 

Við tökum snúning á verkefnunum okkar og hvað skiptir raunverulegu máli. Við vinnum með tímastjórnun, forgangsröðun, verkefnaskipulag og jógafræði. Skipuleggjum okkur í drasl, öndum okkur í gegnum restina og pössum að hafa gaman alla leið! 

 

Meira um jólaró

Hvað hafa þátttakendur að segja? 

"Styrkti mig í starfi -vakti upp vinnugleðina og ástríðuna fyrir starfinu."

Fyrrum þátttakandi 

"Gæti ekki hafa verið betra fyrir mig. TAKK!"

"Einstaklega hæfir leiðbeinendur"

 Fyrrum þátttakandi

Leiðbeinendur 

jógafræði og verkfræði

verkfræðingurinn og stjórnunarkennarinn

Agnes Hólm

er sennilega eini verkfræðingurinn á Íslandi sem hóf framhaldsskólagönguna í hárgreiðslunámi. 

Hún hefur lesið vandræðalega mikið af bókum og rannsóknum um árangursríka stjórnun og í rökrænu framhaldi skrifað bækurnar Afburðaárangur og Afburðastjórnun, auk þess sem hún kennir stjórnun og umbótastarf á háskólastigi. 

Agnes hefur m.a. starfað sem umbótasérfræðingur, gæðastjóri, stjórnarmaður, ráðgjafi og deildarstjóri verkefnastofu og brennur fyrir öllu sem viðkemur breytingum, þróun og umbótastarfi. 

Skemmtileg staðreynd: hefur knúsað og kysst stingskötu í karabíska hafinu. 

jógakennarinn og jógaþerapistinn

Steinunn Kristín

hefur kennararéttindi í Hatha, Yin, Jóga Nidra og Jóga þerapíu og hefur sótt fjöldan allan af námskeiðum og hlédrögum hérlendis og erlendis.

Mannleg samskipti eru henni einstaklega hugleikin og hafa síðustu 9 ár sem jógakennari dýpkað innsýn hennar á mannlegt eðli og skilning á því einstaka ferðalagi sem hver og einn er á.

Fyrir henni eru jógafræðin öflugt verkfæri til að dýpka eigin þroska og ná betri tengingu við sjálfan sig og aðra, einnig frábært verkfæri til að takast á við breytingar og óvæntar uppákomur sem lífið kemur reglulega með til okkar allra..

Skemmtileg staðreynd: hefur dvalið heila viku í þögn!

Ennþá með spurningar?

Viltu spjalla?

Hefurðu áhuga á að bóka fyrir hóp eða ræða aðra möguleika? Veldu hnappinn að neðan til að detta inn á Facebook síðu afburðaleiðtogans þar sem þú getur spjallað við okkur að lyst. 

Hlökkum til að heyra frá þér!

SPJALLA

Fá fréttir?

Fylltu út formið hér að neðan til að fá fréttir og póstlistatilboð.